Þjónusta okkar

Árangur og ánægja viðskiptavina er okkar metnaður.
radid-1

Nýttu tímann þinn betur!

Bókhaldsþjónustan Ráðið ehf. færir bókhald fyrir viðskiptavini sína eftir óskum og þörfum hvers og eins.

Bókhaldið er að öllu jöfnu fært í DK hugbúnaði eða með nettengingu við bókhaldskerfi viðskiptavinar.

Samhliða færslu bókhalds tekur Ráðið ehf. að sér virðisaukauppgjör og launavinnslu fyrir þau fyrirtæki sem þess óska.

Ráðið ehf. sér um gerð ársreikninga og skattskila fyrir viðskiptavini þess.

Við tökum að okkur skyldur skoðunarmanna reikninga fyrir einkahlutafélög, enda sé framtalsþjónustan í höndum Ráðsins ehf.

Við sjáum til þess að bókhaldið sé í lagi hjá þér.

Vantar þig aðstoð? Hafðu samband í síma 899 9444

Starfsfólk

null
Guðmundur Pálsson
Rekstrarfræðingur

Menntun: Samvinnuskólinn á Bifröst 1976-1978 og Rekstrarfræðingur frá Endurmenntunardeild H.Í 1998.

Starfar hjá Ráðinu ehf við bókhald og uppgjör.

Fyrri störf: Guðmundur hefur starfað síðustu 25 ár sem fjármálastjóri, aðalbókari og rekstrarstjóri hjá Hagkaupum, IKEA, Rúmfatalagernum og rekstrar- og fjármálastjóri hjá Heildversluninni Rún ehf. 2005-2007. Guðmundur hefur starfað hjá Ráðinu ehf frá maí 2007.


null
Harpa Halldórsdóttir
Viðskiptafræðingur M.Acc

Menntun: Meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun 2007. Viðskiptafræðingur frá H.Í. 1986.

Starfar hjá Háskólanum á Akureyri sem forstöðumaður fjármálasviðs.

Fyrri störf: Síðustu 30 árin hefur Harpa starfað hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, hjá IMPACT (verkefni á vegum Evrópusambandsins í upplýsingaiðnaði), við endurskoðun, bókhald, uppgjör og framtalsgerð, þar af hjá Þrep endurskoðun ehf. 2001-2007 og hjá PricewaterhouseCoopers 2008-2011. Á árunum 2012-2017 vann Harpa sem faglegur deildarstjóri hjá Umboðsmanni skuldara á Akureyri og sem skrifstofustjóri hjá Svalbarðsstrandarhreppi. Harpa hóf störf hjá Háskólanum á Akureyri í febrúar 2018.


HAFÐU SAMBAND

Ekki hika við að hafa samband við okkur og heyra hvernig við getum auðveldað þér að einbeita þér að þinni eigin kjarnastarfsemi.

Sími: 899 9444

Tölvupóstfang: radid@radid.is