Bókhaldsþjónustan Ráðið ehf. færir bókhald fyrir viðskiptavini sína eftir óskum og þörfum hvers og eins.
Bókhaldið er að öllu jöfnu fært í DK hugbúnaði eða með nettengingu við bókhaldskerfi viðskiptavinar.
Samhliða færslu bókhalds tekur Ráðið ehf. að sér virðisaukauppgjör og launavinnslu fyrir þau fyrirtæki sem þess óska.
Ráðið ehf. sér um gerð ársreikninga og skattskila fyrir viðskiptavini þess.
Við tökum að okkur skyldur skoðunarmanna reikninga fyrir einkahlutafélög, enda sé framtalsþjónustan í höndum Ráðsins ehf.